b u b b l e s
 |
blogg fyrrverandi djammara
|
3.12.05
Mín að vinna á laugardegi. Veikindi og gat ekki fengið neinn til að leysa af og þarf því sjálf að vinna. Alveg týpískt við sem ætluðum að flytja um helgina. En svona er lífið, það er víst ekkert að gera í því.
Á nú alltaf eftir að gera upp reunionið. OMG hvað það var gaman og ég sem var meira að segja edrú. Þetta var alveg frábært og ekkert smá gaman að hitta alla. Vildi óska að við gætum gert þetta einu sinni í mánuði. Þetta var samt frekar fyndið allt saman því um leið og rútan kom að ná í okkur var eins og liðið gengi allt í barndóm aftur. Menn voru að girða niður um sig og reyna að kaffæra stelpurnar alveg eins og í gamla daga. Síðan er ég reyndar ekkert svo viss um að við séum neitt voðalega velkomin í bláalónið aftur, eða allavega ekki á veitingastaðinn. Það er nefnilega svo furðulegt að eftir því sem menn drekka meira þá virðist heyrnin eitthvað gefa sig þannig að menn verða að kalla sín á milli til heyra hvað er verið að segja. Akkurat það var einmitt ekki mjög vel liðið þarna í lagooninu. Við vorum víst ekkert ein á svæðinu, eða svo sagði starfsfólkið ég sá enga aðra en fallega fólkið sem var með mér í grunnskóla:) Eftir lónið var síðan partý hjá Heimi ég fór nú sjálf um tólf leitið en ég er búin að heyra sögur þess efnis að íbúðin hafi ekki litið sem allra best út þegar fólk yfirgaf teitið. Þó vonandi ekkert sem smá ajax og slatti af þolinmæði geta reddað.
sagði Lára kl 14:07
----------
|
2004 |