b u b b l e s
 |
blogg fyrrverandi djammara
|
29.9.05
Jæja stelpan bara búin að vera í borginni í tvær vikur. Voðalega ljúft alveg. Er bara strax tekin við Fosshótel Lind og líkar það bara mjög vel. Eiginmaðurinn átti afmæli í gær þannig að gömlu hjóninn gerðu sér glaðan dag og fóru að borða á Grillinu á Hótel Sögu þvílík snilld alveg. Þetta var án efa ein sú besta máltíð sem ég hef á ævinni smakkað og ég hef nú borðar þær nokkrar í gegnum árin. Ég fékk 4 rétti en Jón Ingi 5 nammi namm alveg þeir voru hver öðrum betri. Á þessum tíma eftir akkurat eina viku er ég svo um það bil að stíga upp í flugvél á leið til Marmaris í Tyrklandi. Þar ætlum við að slappa af í sumar og sól í 12 daga. Það verður alveg yndislegt að slappa aðeins af og borða góðan mat og svona eftir langt og strangt sumar. Held ég eigi það bara alveg inni:)
sagði Lára kl 13:55
----------
|
2004 |