b u b b l e s
 |
blogg fyrrverandi djammara
|
17.3.05
Er alveg ómöguleg núna. Stíflað nef, lekur úr augum, illt í hálsi og eyrum. Úff ekki gaman að hanga svona í vinnunni. Og til að toppa þetta allt saman þá er maðurinn minn í landi á Þingeyri og kemur þar af leiðandi ekkert heim fyrr en bara rétt fyrir páska og ég er að vinna alla páskana. Garghhhhh
sagði Lára kl 13:07
----------
12.3.05
Lára klára Eins og fróðir menn vita bjó hún Tinna þessa síðu til fyrir mig. Síðan núna alls ekki fyrir löngu benti hún Berglind mér á að hún væri ekki á linka listanum mínum. Ég sjálf hafði aldrei sett fólk inn á þennan lista og var heldur ekki viss um hvernig það er gert. Núna þegar ég er búin að athuga málið þá er þetta ekkert mál, þannig að ef það er einhver sem les þetta blogg og langar að fá nafnið sitt á listann má sá hinn sami alveg endilega láta mig vita og ég bjarga því eins og skot. (því ég er svo klár. híhí)
sagði Lára kl 20:31
Fór í ræktina í morgun áður en ég fór í vinnuna, ohhh það er svo hressandi. Auðvitað er maður ekkert að nenna alveg nývaknaður en það er bara að drífa sig af stað þá er þetta ekkert mál. Var að frétta í gær að líklega þyrfti ég að fara austur á skírdag og kíkja á hótelið mitt. Það er verið að fara að setja upp tövukerfið og fínt fyrir mig að fljóta með til að sjá hvað þarf að græja og gera áður en hægt er að opna.
sagði Lára kl 13:05
----------
11.3.05
Fór í grill til mömmu og pabba í gær umm ég dýrka grillmat hann er svo góður, og svo minnir hann líka á sumarið:) sem ég vona að sé að nálgast. Fór líka með mömmu í Bónus í gær og geðveikin sem er þar í gangi er rosaleg. Það liggur við að maður láti sig ekki hafa þetta. Ég fór strax í röðina og mamma týndi í körfuna þannig að þetta tók rétt um klukkutíma. Hún hefði örugglega verið þrjá tíma að þessu ein. Það var ekki þverfótað fyrir fólki og raðirnar náðu þvert yfir alla búðina.
sagði Lára kl 12:57
----------
7.3.05
Fór og sá Million dollar baby á laugardaginn, fannst hún mjög góð. Helgin var annars fín, var að vinna á carpe lau og sun og sæti kom í land lau-sun.
sagði Lára kl 17:41
----------
3.3.05
Jæja kallinn farinn aftur út á sjó. Fór á mánudag en var þá búinn að vera í rúma viku. Yndilslegt alveg. Gerðum fullt af skemmtilegum hlutum. Fórum t.d. í baðstofuna í Laugum sem er sjúkt það er svo notalegt. Manni leið nú fyrst eins og maður væri kominn inn í framtíðin þurftum að láta skanna á okkur augað til að komast inn og ég veit ekki hvað og hvað. Enduðum svo slökunina með því að fara út að borða á Vegamótum. Kíktum í bíó, elduðum góðan mat og höfðum það bara virkilega notalegt. Aðeins kíkt á skrall og svona líka, það fylgir alltaf. Fékk ilmvatn og andlistkrem á konudaginn fórum síðan að borða á Ítalíu, það klikkar aldrei. Við förum svolítið mikið út að borða svona þegar ég fer að pæla í því. Humm látum okkur sjá hvort ég geti ekki rifjað þetta allt saman upp. Gaman að geta svo lesið þetta eftir ár eða eitthað:) Allavega síðan í september erum við búin að fara á Carpe Diem, Tapas, Argentínu, Við fjöruborðið, Holtið, Rauðará, Ítalíu, Naustið síðan auðvitað minna fína staði eins og tex mex, grillhúsið, hard rock and so on.... man ekki meira í augnablikinu.
Annars er bara það að frétta að ég sakna mannsins míns alveg ógeðslega mikið og vildi óska þess að hann væri ekki lengur á sjó. Búhú:( Er líka byrjuð að taka fólk í atvinnuviðtöl, vantar samt enþá nokkra í vinnu
sagði Lára kl 14:08
----------
|
2004 |