b u b b l e s
 |
blogg fyrrverandi djammara
|
24.1.05
Bling, bling Ég á sætasta kærasta í heimi..... það er ekki nokkur spurning. Þessi elska var í landi á afmælisdaginn minn og það var svo yndislegt. Borðuðum á Hótel Holti í hádeginu og á Rauðará um kvöldið. Hann gaf mér líka brjálæðislega flotta afmælisgjöf, hvítagullshring með þremur demöntum, hann er svo flottur að það heyrist næstum því bling, bling þegar maður lítur á hann:) Núna er hann farinn aftur út á sjó og það er svo erfitt því ég sakna hans svo mikið:/ Það er nú samt allt útlit fyrir að hann komi aftur í þessari viku....... þá verður stelpan svo glöð. Afmælisdagurinn var allur alveg hrein snilld. Eyfi frændi gaf mér blandara. mamma og pabbi gáfu mér raclett, og amma og afi peysu.
sagði Lára kl 16:44
----------
6.1.05
Allt búið Jólin búin, áramótin búin, Jón Ingi farinn út á sjó:( ekkert gaman lengur. Á nú reyndar afmæli í janúar..... það er gaman. Jólin voru yndisleg þó svo að þau væru með öðru sniði en vanalega. Vorum heima hjá mömmu og pabba hans Jóns Inga á aðfangadagskvöld. Fjölskyldan hans er svo almennileg að manni leið bara eins og heima hjá sér. Fékk alveg fullt af pökkum sem voru hver öðrum fallegri. Fengum auðvitað líka sitthvað í búið en það er ekkert nema gott um það að segja, alltaf eitthvað sem vantar. Jón Ingi gaf mér úr frá Dolce & Gabbana, það er alveg geggjað, svona með breiðri ól. Mig langaði svo í svoleiðis, hann þekkir stelpuna sína:) Ég veiktist svo á gamlársdag og var veik þangað til 5.jan takk fyrir mig. Ekkert mjög skemmtilegt það. Núna er það bara að reyna að vinna sem allra mest og hoppa og skoppa eins og brjálæðingur í ræktinni sem oftast.
sagði Lára kl 11:41
----------
|
2004 |