b u b b l e s
 |
blogg fyrrverandi djammara
|
27.10.04
Jey gaman að vita að einhver fylgist með, þá kannski nennir maður frekar að skrifa:) Staðan er semsagt sú að ég er í óðaönn að flytja mig smá saman að heiman. Er byrjuð að leigja með stráknum mínum honum Jóni Inga. Við erum búin að vera í nýju íbúðinni í næstum mánuð núna og allt gengur bara eins og í sögu. Hann er að vísu dálítið mikið á sjónum en tekur líka frí inn á milli. Ég er nú samt ekki búin að tæma herbergið hjá mömmu og pabba. Vil ekki gera það alveg strax, helst bara ekki nærri því strax........ ætli maður sé ekki pínu hræddur við að verða fullorðinn.... hehe:)
sagði Lára kl 14:44
----------
|
2004 |