b u b b l e s
 |
blogg fyrrverandi djammara
|
26.9.04
Aumingja ég:( Úff nú er litla stelpan orðin þreytt. Svaf lítið í fyrri nótt og vann í gær frá átta um morguninn til miðnættis. Var svo mætt aftur í morgun klukkan átta. Ég skellti mér í óvissuferðina með vinnunni á föstudaginn. Ferðin endaði síðan í bláa lóninu þar sem ölduhæð var um þrír metrar sökum allt of mikils vinds. Matur að hætti Mexico búa var svo á borðum að lokinni baðferð. Nammi namm. Eitthvað lítið var um skemmtiatriði en þó eittvað. Ég hún sjálf var svo stabíl að ég drakk ekki nema einn bjór og tvö glös af rauðvíni. Enda búin að vera vakandi síðan fyrir sex um morguninn og langur dagur daginn eftir. Stelpan var síðan valin Fosshótel starfsmaður ársinsinn og leyst út með gjöfum. Ekki slæmt það (allavega miðað við að Fosshótelin eru 13 talsins takk fyrir mig) Þannig að á heildina litið var þetta alveg hið fínasta kvöld. Rúturnar lentu síðan í bænum um miðnætti og þá fór hún litla ég bara heim að lúlla, enda hætt öllu næturbrölti í bili. Ég er síðan í fríi á morgun og hinn og þá verður sko gaman því strákurinn minn er að koma í land. Jey:)
sagði Lára kl 10:34
----------
16.9.04
Brrrrrrr....... Frekar kalt og hvasst þegar ég vaknaði rétt fyrir sex í morgun þannig að ég ákvað að fara frekar á æfingu í kvöld en í morgun. Gat ekki hugsað mér að fara út í þetta veður. Sit bara fyrir framan tölvuna í vinnunni og hef svo sem ekkert merkilegt að gera. Helgarfrí framundan sem mun ekki nýtast mér í djamm frekar en síðastliðnar helgar:) Húrra fyrir mér. Ætla að taka næturvakt á lau og er svo að reyna að troða mér á carpe fös og/eða sun. Money, money honey:)
sagði Lára kl 08:24
----------
12.9.04
Djammið er dáið....... blessuð sé minning þess......eða það sem ég man:) Lofa nú ekki neinu um það hversu dugleg ég verð að blogga en mátti samt til með að skella inn eins og einni færslu. Svona til tilbreytingar..... ekki það að það lesi þetta nokkur maður. Ég get þá bara notað þetta sjálf til að rifja upp hvað á daga mína hefur drifið. Er komin í djamm pásu......... langa pásu í þetta skiptið. Er hætt að reykja og byrjuð að æfa aftur eftir 6 mánaða pásu. Kynntist yndislegum strák fyrir 3 mán sem á nú hug minn allan:) en meira um það seinna. Er bara búin að vera að vinna eins og brjálæðingur upp á síðkastið bæði á hótelinu og svo að þjóna á Carpe svona þegar það vantar. Læt þetta gott heita í bili og endilega ef það er einhver sem les þetta þá má sá hinn sami endilega kvitta í gestabókina svona bara rétt til að láta vita af sér:)
sagði Lára kl 13:48
----------
|
2004 |