b u b b l e s
 |
blogg fyrrverandi djammara
|
27.1.04
Helgin Var að vinna alla föstudagsnóttina. Það var alveg ágætt svosem. Leiddist auðvitað dálítið en Gísli kom nú aðeins í heimsókn og Tommi líka. Takk strákar:) Síðan var bara sofið allan laugardaginn. Ég og Gísli áttum nefnilrega pantað borð á Carpe Diem um kvöldið. Mættum ekki fyrr en átta í matinn því ég var svo erfið að vakna. Úpps;) fengum alveg geggjaðan mat og átum heinlega bara yfir okkur. Kíktum svo aðeins í heimsókn til Tomma og sáum nýju íbúðina. Ekkert smá flott, mig langar í íbúð:( en jæja allavega svo var bara tjúttað í bænum og kíkt aðeins í partý eftir það. En núna er ég takk fyrir mig komin í smá djamm pásu. Það þýðir ekkert að sleppa því að fara í bæinn en sitja í staðin heima og sötra bjór öll kvöld. Ekki alveg að gera sig.
sagði Lára kl 16:07
 You are going to Marry Josh Hartnett. He is really shy, but don't let that fool you. He is really outgoing and sweet with those he loves and will be loyal to them for the rest of his life. Congrats!!
Which male celebrity are you going to marry? (10 results that have pics!) brought to you by Quizilla
sagði Lára kl 15:59
----------
18.1.04
Tinna skrifar: erm...er að reyna að laga síðuna þína, gengur soldið illa; tripod með leiðindi eins og venjulega!! reyni að klára við fyrsta tækifæri, vona líka að þér líki nýja útlitið. (ég bjó það ekki til!!) [edit] ég henti út gamla comment systeminu og setti nýtt inn. Hitt var ekki að gera sig. Hope u dont mind! :D
sagði Lára kl 22:23
Ljót síða:( Ég nenni varla að blogga þegar síðan mín er svona litlaus og skrítin eitthvað. Það fer nú samt vonandi að breytast. Annars er ekkert nýtt er bara að vinna og láta mér leiðast. Er nú samt í fríi á mán og þri og ég á meira að segja afmæli á þri þannig að það er aldrei að vita nema maður geri eitthvað sniðugt. Ætla allavega að fara út að borða á carpe diem og læt hitt svo ráðast en þar sem ég er annarsvegar er voðinn yfirleitt vís.
sagði Lára kl 14:07
----------
8.1.04
Jól, áramót annað bull Það er nú kannski ekki seinna vænna að blogga aðeins um jólin og áramótin þar sem að það er kominn 8.jan. Bara 12 dagar í að stelpan eigi afmæli. Jólin voru bara voða róleg og fín. Var bara heima í faðmi fjölskyldunnar og borðaði allt of mikið. En það er allt í lagi því ég er að hefja minn fimmta mánuð í ræktinni og stefni ótrauð að því markmiði að verða svaka gella:) Hvenær sem það nú verður..... Áramótin eru svo eitthvað sem ég væri alveg til í að sleppa. Eða það er að segja sleppa öllu veseninu og þeirri kvöð um að þetta eigi að vera skemmtilegasta,frábærasta og besta djamm ársins. Huhhh persónulega skemmti ég mér betur alla aðra daga ársins. Þessi áramót voru engin undantekning var á bílnum til 5:00 kíkti þá til Beggu. fórum suður í voga um hádegi og vorum komnar heim átta um kvöldið. Semsagt ekkert brjálað stuð. Núna ætla ég svo að hætta að drekka í tvo mánuði. Allavega til að byrja með sjáum svo hvað setur.
sagði Lára kl 08:44
----------
|
2004 |