30.6.03
Men helgin var erfið. Þetta tók svo svakalega á að ég verð að bíða með að blogga þangað til á morgun. Heilinn starfar svo hægt og í svo stuttan tíma í einu.......
sagði Lára kl 18:04
----------
25.6.03
Gerði nú mest lítið síðusta tvo daga, skrapp reyndar í bíó á sunnudaginn eftir vinnu. Sá 2 fast 2 furious hún var bara mjög fín og samt er ég ekki búin að sjá fyrri myndina. Mánudagurinn varð síðan að mesta letidegi mánaðarins. Þreif reyndar eitt stykki íbúð en svaf síðan bara frá fjögur til átta takk fyrir mig. Núna er María líka að fara vestur og hún tekur hundinn með sér. Þar af leiðandi er ég orðin ein eftir í kotinu, fjölskyldan bara búin að týnast smám saman í burtu fyrst pabbi svo mamma og Hafrún og núna María og hundurinn. Æ það er samt svo fínt að hafa allt húsið útaf fyrir sig í smá tíma ég er ekki að kvarta. Svo er ég í fríi á næstu helgi og það er aldrei að vita nema maður skelli sér aðeins út á lífið. Liv ætlar allavega að bjóða nokkrum vel völdum einstaklingum heim til sín á lau og svo spinnur maður bara út frá því.
sagði Lára kl 11:17
 Which random phallic object are you? Quiz by Andrea.
sagði Lára kl 10:46
----------
20.6.03
Er ekki bara aftur komin helgi og það vinnuhelgi í þetta sinn. Það er samt fínt því þá þarf ég bara að vinna tvo daga í næstu viku hehee. Í gær ákváðum ég og Gísli að fyrst að veðrið væri svona gott þá væri alveg tilvalið að fara heim að grilla, en þar sem að grillið var gaslaus ákváðum við að hafa bara steinasteik. (Svona steinn sem maður hitar í ofninum og síðan steikir hver fyrir sig) Við byrjuðum á að fara í gallery kjöt og kaupa dýrasta kjöt sem sögur fara af. Eftir síðan mikið basl tókst okkur loksins að hita steininn nógu mikið til að hægt væri að steikja á honum. Þá vorum við búin með sveppina, kókið og langt komin með kartöflugratínið en þetta hafðist allt saman að lokum sem betur fer. Í fyrradag fórum við svo í bíó og ekki nóg með það heldur fórum við á tvær myndir Bringing down the house kl.20 og Anger management kl.22:30 síðari myndin er algjör snilld og ég mæli sko með því að fólk fari á hana. Hin var líka alveg ágæt en ekki jafn góð.
sagði Lára kl 11:43
----------
16.6.03
Helgin auðvitað búin..... alveg merkilegt hvað fríhelgarnar líða miklu hraðar en vinnuhelgarnar. Fór allavega að djamma á föstudaginn með honum Gísla mínum Liv ætlaði víst líka að koma með en hún er ekki búin að fatta það að það er lágmarksviðleitni að kíkja allavega smá niður í bæ áður en að maður fer heim að sinna þörfum sínum og annarra (annars) Ég þarf bara að skóla stelpuna aðeins til og jafnvel sína henni fram á það að það er meira að segja ekkert alltaf nauðsynlegt að fara heim, þetta má oft klára á hinum og þessum stöðum. Ekki það að ég ætli að taka hana í verklega kennslu bara benda henni á að lesa handbókina aðeins betur:)
sagði Lára kl 17:00
----------
12.6.03
Ég ætla ekki norður..... þar hafið þið það. Keyptu mér ljósakort í gær og ætla í klippingu og litun á morgun sem svona sárabætur hehehe.... Þetta hefði bara orðið allt of dýr pakki og peningar er ekki eitthvað sem ég á nóg af lalala:)
sagði Lára kl 17:04
----------
11.6.03
Heheh já er það ekki
 Hey Princess! Get off your cell phone and listen up! There is more to life than the mall, boys, and your hair. You are the typical look- obsessed, popular "cool" girl.
What kind of typical high school character from a movie are you? brought to you by Quizilla
sagði Lára kl 19:05
Æ hvað það var gaman á sunnudaginn fór á djammið með Liv og Steinunni og hótelgestum af Barón og við skemmtum okkur líka svona svakalega vel. Endaði svo í partýi úti á nesi þar sem ég og Gugga fórum hreinlega á kostum við vorum svo skemmtilegar:)
En nóg um það fór hvorki upp í Hvalfjörð né í rafting held bara að ég sé að verða búin að fá nóg í bili af svona ferðum. Núna er erfiðasta ákvörðunin sem ég stend frami fyrir sú hvort ég eigi að fara til Akureyrar um næstu helgi or not....... plís help míííííí!!!!! Ég veit ekkert hvað ég á að gera. En þetta kemur allt í ljós um síðir.
sagði Lára kl 17:34
----------
6.6.03
Fór á HM kaffi á Selfossi á Laugardaginn því ég komst ekki í bæinn strax mig vantaði nefnilega far. En jæja ég fór allavega samt og viti menn voru ekki bara heiðursmennirnir Jóhannes og Kjartan að halda uppi fjörinu. Það var óvænt ánægja þeir höfðu meira að segja tekið hann Nonna með sér og við skemmtum okkur alveg konunglega. Í fyrradag fóru ég og Gísli út að borða í hádeginu á Humarhúsinu, frekar skrítið að fá sér nautasteik og humarhala í hádeginu á miðvikudegi, en engu að síður MJÖG gott. Í gær fór ég svo til Stykkishólms í boði Reykjavík excursion þaðan fórum við út á sjó með bátnum Særúnu fyrst skoðuðum við eyjarnar, síðan veiddum við skel og ígulker og annað góðgæti og borðuðum það beint úr sjónum. Að lokum var endað á ægilega fínu veislu hlaðborði þar sem alli átu eins og þeir gátu í sig látið. Öllu þessu var að sjálfsögðu skolað niður með bjór og hvítvíni (rauðu fyrir þá sem vildu það auðvitað)
Og svona að lokum þá er ég að fara aftur í rafting á þriðjudaginn en í þetta skiptið í boði Highlanders og í Þjórsá.........jey.......:)
sagði Lára kl 19:15
Jamm og já langt síðan síðast og margt búið að gerast. Úfff hvar ætti ég að byrja já netið sem bauð okkur á Lækjarbrekku þarna um kvöldið var svo almennilegt að það bauð okkur aftur og í þetta skiptið á Tapas. Maturinn var hreint út sagt snilld það sem var líka betra við þetta kvöld en kvöldið á Lækjarbrekku var það að það var boðið upp á bjór og eins mikið af honum og þú gast í þig látið ég og Liv létum sko ekki segja okkur það tvisvar.... síðan var arkað á glaumbar en þar var enginn þrátt fyrir að það væri fimmtudagur. Við skelltum okkur þá bara á glæpabarinn Thorvaldsen (sem er víst búið að loka núna). Þegar inn var komið sá Liv mann sem hún taldi vera útlending en ekki nóg með það heldur var hann líka svo sláandi líkur honum Sigga Sveins og hún var sko ekki óspör á hrópa það yfir allan staðinn. Þegar við settumst svo niður fór vinkona hennar að gera grín að yfirvaramottunni sem félagar hans "Sigga" voru með (því þeir töluðu allir þýsku og áttu ekkert að skilja okkur) Þá heyrist í mínum manni "HEY" engan móral..... er þetta þá ekki bara Siggi sjálfur með þýska handboltaliðinu sínu eða eitthvað þess háttar. En nóg um það. Þegar Liv var svo búin að pikka upp einhverja þrjá ömurlega gæja, sem héldu að þeir gætu orðið ríkir á að selja eitthvað rugl í gegnum netið lét ég mig hverfa á vit skemmtilegra ævintýra.
sagði Lára kl 13:45
----------
|